ORGVÉL - útgáfa tónlistar

 
 

ORG

ÓÐUR

JÓLALÖG

 

Söngtextar

  1. Óður
  2. Endalaus ljóð
  3. Dagur reiði
  4. Hótel
  5. Dansaðu hjartað mitt
  6. Ritalín-Ragga
  7. Fjarðaralda
  8. Rósir og rakvélarblöð
  9. Skuggamynd
  10. Þar er efinn
  11. ´69

Skuggamynd

Þei - það niðar, suðar, í eyrum þýtur
þreytt er blóð og heitt og fullt af eitri
Skrýddur huliðsvoð úr húmi nætur
hljóðlátur að skima útí myrkrið
Nóttin hún er nálæg þeim sem vakir

Og tunglið það er einsog tileygð glyrna
sem trónir full og blóðhlaupin á himni
Skaðvænleg og veður djúpt í skýjum
og skuggamyndum yfir heiminn kastar
Og nóttin nú í nöðrumynd hún bíður

Í nótt fer gamalt níðkvæði á kreik
sem næstum því nær tímanum í aldri
Sem barn án þanka bregður það á leik
og breytir veröld manns með svörtum galdri
Og nóttin hún mun nærast vel á hatri

Höndin hvílir styrk á hjöltum brandsins
sem hulinn er í skykkju úr næturhúmi
Í skuggasundi einn með veiðiskjálfta
skimar eftir bráð í köldu myrkri
Í nótt þá eru einhvers örlög ráðin
í nótt í nótt í nótt mun einhver deyja

©Benóný Ægisson


Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is