Forsíða

HOW DO YOU LIKE ICELAND?

Gamanleikur á ensku
50 mín / 2 persónur
Leikritið er rússíbanareið í gegnum Íslandssöguna

Handrit

© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar









Um verkið

Leikritið How Do You Like Iceland? er skrifað á ensku og hentar því vel til að fræða fáfróða útlendinga um ótvíræða kosti þess að vera Íslendingur og búa á Íslandi. Leikritið er tæpur klukkutími að lengd og leika tveir leikarar fjölmargar persónur sem komið hafa við sögu, allt frá landnámi til vorra daga og endurspegla flest það sem gerir þjóðina einstaka. Áhorfandinn kynnist m.a. Ingólfi Arnarsyni og þrælum hans, Leifi heppna, ferðabókarhöfundinum Dithmari lygapytti Blefken en einnig núlifandi fólki eins og Björk, John Travolta, afkomendum víkinga og fornkonunga, Íslandsvinum og fjandvinum landsins.

Leikritið er frjálslega vaxið, einhverskonar blanda af hefðbundnu leikverki, uppistandi og kabarett. Það er einfalt í uppsetningu, leiktjöld eru engin og nánast hægt að sýna hvar sem er. Það myndi henta í hefðbundnu leikhúsi, sem hádegis- eða kvöldverðarleikhús á veitingastöðum, sem kaffileikhús, skemmtiatriði á ráðstefnu, hóteli eða á safni, utanhúss eða um borð í skemmtiferðaskipi. How Do You Like Iceland? er jafnnauðsynleg upplifun fyrir erlenda ferðamenn og Gullni hringurinn, Bláa lónið og rölt upp að Hallgrímskirkju.

How Do You Like Iceland? var frumsýnt hjá Lýðveldisleikhúsinu á Kaffi Sólon 20. júlí 2005.

Leikstjóri: Darren Foreman
Tónlist: Jón Ásgeirsson / Þjóðlög

Hún: Kolbrún Anna Björnsdóttir
Hann: Darren Foreman

 

Orgvél ehf - Skólavörðustíg 4C - 101 Reykjavík - gsm 897 8694- netfang: orgvel@orgvel.is