Gærdagurinn lifir góðu lífi
HÚN
Þú fyllist öryggistilfinningu að sjá hann
hinummegin við borðið
glamrandi í diskinn með bitlausum borðhníf
og sönglandi með fullan munninn
Allt í einu lítur hann upp
og horfir á þig með ódulinni andúð
HANN
Gafstu tvö þúsund krónur fyrir þetta?
Tvö þúsund krónur!
HÚN
Ég er þreytt
HANN
Varstu að segja eitthvað?
HÚN
Ég er þreytt
HANN
Ég líka
HÚN
Þú líka?
HANN
Já.
HÚN
Ég líka
HANN
Þér finnst að þú þurfir að segja eitthvað
eða réttara sagt: ættir að segja eitthvað
en þegar þú opnar munninn þá kemur ekki neitt
svo þú bara stingur einhverju uppí þig
HÚN
Stundum efast ég
HANN
Efast?
HÚN
Já.
HANN
Ég líka
HÚN
Þú líka?
HANN
Já
HÚN
Ég líka
HANN
Þú veist að þú munt aldrei framar sitja á götukaffihúsi í parís eða einhversstaðar þar sem ung stúlka kemur til þín og segir finnst þér ekki gott að það skuli vera til svona götukaffihús í parís eða einhversstaðar þar sem ungar stúlkur geta komið til þín og sagt finnst þér ekki gott að það skuli vera til svona götukaffihús í parís eða einhversstaðar þar sem ungar stúlkur geta komið til þín og sagt finnst þér ekki gott að það skuli vera til svona götukaffihús í parís eða einhversstaðar þar sem ungar stúlkur geta komið til þín og þú segir jú mér finnst gott að það skuli vera til svona götukaffihús í parís eða einhversstaðar þar sem ungar stúlkur geta komið til mín en ég veit að það gerist aldrei framar
HÚN
Varstu að segja eitthvað?
HANN
Hvað?
HÚN
Eitthvað
HANN
Það held ég ekki
HÚN
Þú veist að þú varst aldrei neitt sérstakt
en þú sérð það í augunum á honum
að það er líka horfið
enda er hann ekki að leita að því lengur
og langar mest til að segja:
HANN
Djöfull ertu orðin eitthvað...
eitthvað...
eitthvað...
eitthvað...
eða eitthvað
Þögn
HÚN
Þetta var ekki svona
HANN
Svona hvernig
HÚN
Svona
HANN
Nei
HÚN
Nei
Þögn
HANN
Hvernig var það
HÚN
Ég veit það ekki
HANN
Ekki ég heldur
HÚN
Ekki þú heldur?
HANN
Nei
HÚN
Ekki ég heldur
TJALDIÐ
© Benóný Ægisson - Verkið má ekki afrita eða flytja opinberlega án leyfis höfundar
|